Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

12 október 2005

700 grömm á 7 dögum !

Á mánudaginn fórum við öll þrjú í heimsókn til barnalæknisins í ungbarnaeftirlitinu. Tilgangurinn var tveggja mánaða skoðunin og auðvitað vorum við Ingó spenntust að sjá töluna á viktinni. Vorum alveg handviss um að hann væri búin að þyngjast, liggur við að við hefðum fundið það sjálf á þessari viku síðan við fórum að gefa þurrmjólk með brjóstagjöfinni. Hilmir hafði sannarlega tekið stökk; orðin 5,1 kg ( sem er 700 gramma aukning frá því seinast þegar hann bætti bara á sig 70 grömmum). Var semsagt komin aftur á sína þyngdarkúrfu og allir ánægðir með það :) Við ætlum bara að halda áfram á sama striki varðandi gjafirnar, hann er orðin nokkuð sáttur við að taka bæði pela og brjóst með "mexíkanahattinum" einsog áður en núna erum við þó nokkuð viss um að hann sé að fá nóg mjólk/þurrmjólk því hann getur látið lengra líða milli matmálstímanna og er allur að verða sáttari við lífið. Barnalæknirinn hvatti okkur eindregið til að missa ekki niður brjóstagjafirnar því það væru alveg líkur á að hann tæki við sér og gæti tekið brjóstið án hjálparhattsins og þarmeð fengið nægju sína eingöngu með brjóstagjöf. Krossum bara puttana !!
Barnalæknirinn lét okkur líka heyra það sem öllum foreldrum þykir best; þið eruð með hraustan og fínan strák í höndunum !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home