Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

02 október 2005

Fyrsta fjölskyldusjálfsmyndin


Við Ingó höfum safnað "sjálfsmyndum" af okkur frá upphafi sambandsins. Eigum góðan sjóð af myndum af okkur við hin ýmsu tækifæri og ferðalög, allar teknar með útstrektri hendi minni. Fyrsta sjálfsmyndin af okkur með Hilmi var tekin í síðustu viku. Sést þarna vel hversu þreytt og útpískuð við erum.... og hversu vel haldin Hilmir er :)
Hilmir er annars að taka stór skref á þroskabrautinni þessa dagana, allt í einu er hægt að leika við hann (= hann sér og hefur áhuga á hlutum, sérstaklega skærlitum og sem heyrist í), spjalla við hann (= hann hjalar og býr til hljóð sem líkjast barnababbli æ meir) og svo brosir hann til okkar meir og meir á ólíklegustu stundum. Posted by Picasa

3 Comments:

  • æi hvað ég hlakka til að sjá ykkur.. :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:24 e.h.  

  • Rosalega eruði myndarleg og sæt fjölskylda.... aftur, til hamingju! :) kv., Sandra

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:23 e.h.  

  • Kæra fjölskylda.
    Við máttum til að senda bestu hamingjuóskir frá okkur hér í Iowa, USA. Það er búið að vera mikið gaman að skoða myndir af þessum nýja myndarlega frænda hinum megin við hafið. Bestu framtíðaróskir til ykkar allra!
    Erla, Árni Kjalar frændi, Sigfús og Ásdís Karen.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home