Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 október 2005

Ekta ísslingur


Auðvitað er engin ekta íslendingur nema eiga flíspeysu frá 66° norður! Íris og Óli gáfu Hilmi þetta líka fína outfitt sem var prufukeyrt í vagninum í dag með fínum árangri.

Í öðrum fréttum er ekkert skemmtilegt eiginlega; Hilmir var ekki að þyngjast einsog venjulega (bara 70 grömm í stað 300) í seinustu viktun hjá ljósunni svo okkur var "ráðlagt"/skipað að gefa honum þurrmjólk eftir hverja einustu brjóstagjöf. Það gerði það að verkum að hann var fljótur að afneita brjóstinu en varð svo hálfómögulegur þegar þessar notalegu stundir við brjóstið urðu skyndilega MUN færri !? Hann er þessvegna ferlega dyntóttur þessa dagana, grætur mikið og líður voðalega skringilega. Við foreldrarnir sitjum bara með stórt spurningarmerki og ennþá þreyttari og vonlausari í huga og hjarta en fyrri daginn. Vonum bara innilega að þetta sé bara erfitt tímabil sem eigi eftir að ganga yfir með farsælum endi hvort sem hann fari alveg yfir á pelagjafir eða brjóstagjafir í bland með þurrmjólkurábót.
Bindum líka miklar vonir við höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnunarmeðferð sem hann á pantaðan tíma í laugardaginn eftir að við komum til Íslands (ég og hann komum 14. okt og verðum í viku, stutt ferð sem aðalega á að létta álagi á mér og skipta um umhverfi). Svona meðferð á víst að gera kraftaverk á börn einsog hann sem hafa átt í erfiðleikum frá fæðingu, sérstaklega með það í huga að hann var tekin með sogklukku sem hefur ábyggilega gefið honum dálítið erfiða kynningu á umhverfinu til að byrja með.Posted by Picasa

1 Comments:

  • Góða ferð heim og hafðu það gott með fjölskyldunni. Leiðinlegt að missa svona rétt af þér, ég verð á landinu nokkrum vikum á eftir þér.
    knúsar, Sandra

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home