Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

31 október 2005

Hilmir og kílóin

Í síðustu viku fórum við í vonandi síðustu heimsóknina í bili á BVC (ungbarnaeftirlitið) til að láta mæla og meta Hilmi. Þetta með þyngdaraukninguna var orðið hálfgerður stressfaktor hjá mér eftir allt vesenið með brjóstagjöfina og svoleiðis. Var samt nokkuð viss um að hann væri að þyngjast eðlilega og það þrátt fyrir að við höfum geta minnkað þurrmjólkurskammtana í samræmi við hvað hann hefur verið duglegur að taka brjóstið, og það án hjálpartúttunar blessuðu! Fegin er ég ef við verðum laus við þá tuðru. Á þann veginn fær hann líka svo miklu betur í sig mjólkina og er allur sáttari og hamingjusamari fyrir vikið.
Hann féll alveg í sína kúrfu bæði í þyngd og lengd; orðin 5,9 kg og 60,5 cm sem er einni kúrfu fyrir ofan "meðalkúrfuna". Skilst samt á Írisi að fá börn séu í meðalkúrfu því þessi blessaði kúrfuútreikningur hefur ekki verið uppfærður síðan 1960 eða einhvað álíka ;)

Næst á dagskrá er að mæta á BVC þann 22. nóv til að hitta aðrar múttur á svæðinu með svipað gömul börn í mömmugrúppu. Verður forvitnilegt og vonandi gaman.... vona heitt og innilega að ég verði ekki í hóp með svona snobb-mömmum en það er MIKIÐ af þeim á þessu svæði. Þið þekkið týpuna kannski, þessi sem strixar um í háum hælum með 100.000 þúsund króna Urban Jungle barnavagninn sinn. Barnið allt uppstrílað í Polarn o Pyret klæðum og ef það er drengur er hann með míní hanakamb einsog fótboltaspilandi pabbi sinn.... liggur við komin með skeggrót við 6 mánaða markið. Er ekki að grínast á þessari lýsingu, sá eina svona með eigin augum á BVC um daginn. Hún var að tala við aðra snobbmömmu um hvaða sprautur barnið þyrfti því þau ætluðu til Malasíu um jólin en voru hinsvegar nýkomin frá Suður Afríku !!

1 Comments:

  • Úps, var að raka hanakambsígildi á Garp um helgina ... Stína snobb :)

    By Blogger Kristína, at 10:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home