Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 október 2005

Svíþjóð á ný

Flugferðin heim gekk alveg dæmalaust vel og ég hefði varla getað ímyndað mér betri ferðafélaga en mömmu (Hilmis-amman) og Hilmi sjálfan að sjálfsögðu.... Hann svaf einsog steinn alla leið til Keflavíkur, gegnum innritun og boarding inní vélina. Fékk smá að súpa við flugtak og sofnaði aftur akkúrat passlega til að við mæðgur gætum fengið okkur morgunmat ! Restin af flugferðinni fór í spjall við okkur, skoða flugvél og fólk, og svo vildi hann endilega skoða skiptiaðstöðuna á klósettinu tvisvar (fyrra skiptið meig hann á veggi og gólf ásamt sína eigin sokka, seinna skiptið reyndi á útsjónarsemi móðurinnar við að skipta um kúkableyju og athafna sig í mörgþúsundfeta hæð með takmarkað rými).

Var ferlega skrýtið að koma "heim" til Svíþjóðar aftur. Að hluta til gott að koma í sitt eigið heimili og hitta eiginmanninn... en jafnframt erfitt að skilja við Íslandið og alla góðu hlutina sem voru að gerast þar hjá okkur Hilmi eftir höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferðina og að vera í fjölskyldufaðmi. Var næstum farin að tengja Svíþjóð og heimilið hér við erfiðleika og óhamingjusaman drenginn :( En hann er enn allur að koma til og kemur okkur öllum á óvart með hverjum deginum sem líður;
- Hádegislúrinn sem var alltaf bara 1 klst er núna komin uppí 3 klst.
- Hægt að svæfa hann í vagninum sínum, líka fyrir nætursvefninn (næsta skref er svo að flytja hann í sitt eigið rúm í staðinn fyrir okkar rúm)
- Farin að liggja á bakinu algjörlega afslappaður með hendur útmeð hliðum
- Búin að minnka þurrmjólkurþörfina og láta sér nægja brjóstið meira í staðinn (jibbí)
- Óstöðvandi-nema-með-pela-grátköstin orðin nánast engin, og nöldurþörfin sem var stanslaus er horfin !
- Farin að taka snuddu til að sefja sogþörfina (minna álag á mig sem stórasnudda)

Enn eigum við nokkra daga eftir í "fullkomin árangur" eftir meðferðina þannig að við bíðum enn spennt og vonumst bara til að þessir góðu hlutir sem nú eru komnir inn fari ekki aftur !

1 Comments:

  • Ég vona að hann verði áfram svona rólegur og góður :) það var voða gaman að hafa ykkur! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home