Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

17 október 2005

Spennandi dagar....

Ferðin til landsins gekk einsog í sögu... reyndar orgaði Hilmir úr sér lungun þegar inn í vélina var komið en sem betur fer voru restin af farþegunum frammi við gate-ið ennþá og heyrðu ekki ósköpin. Flugfreyjurnar komu okkur vel fyrir í þremur sætum og tóku svo við að hleypa restinni um borð meðan Hilmir saug nautnalega mömmubrjóst. Restin af tímanum fór í að sjarma nærstadda farþega með brosum og hjali, einstaka pirringssmágrátur heyrðist af og til en mestmegnis bara legið á brjósti og sofnað þess á milli. Hæstánægð við lendingu bæði tvö :)

Á laugardaginn fórum við svo til Guðrúnar í höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnunina. Hún sagðist vissulega finna fyrir spenningi í litla kroppnum og var heilan klukkutíma að vinna í honum Hilmi. Full áhrif eiga að vera komin í ljós eftir ca 10 daga en við ætlum nú samt að fara í einn tíma í viðbót á miðvikudaginn svona til öryggis. Okkur finnst samt öllum vera munur á honum með hverjum deginum sem líður... örlítið ánægðari eftir gjafir og unir sér jafnvel liggjandi uppí rúmi að horfa útí loftið ! Farin að sofa líka á bakinu með afslappaðar hendurnar liggjandi beint útmeð hliðunum einsog krossfiskur (svaf áður í fósturstellingu á hlið... ALLTAF!). Gladdi mig líka óskaplega þegar hann svaf í vagninum í gær í 2 klukkutíma í stað 1 einsog venjulega.

Þannig að þetta eru spennandi dagar framundan hjá okkur og bara vonandi að hann verði sáttur við lífið þegar við komum aftur til Stokkhólms.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home