Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

11 janúar 2006

Grauturinn að bera árangur ?

Hilmir veginn og mældur enn eina ferðina í gærmorgun eftir mömmugrúppuna. Við vorum spennt að vita hvort grautarátið væri að bera árangur og hann að þyngjast í sönnum "kúrfustíl" (mikið einblínt á kúrfur, meðallag og svoleiðis hérna í Svíþjóðinni). Reyndist hann vera orðin 7,3 kg og 66,5 cm. Hann er þá komin á nokkuð beina og góða braut í lengd og þyngd. Fengum í leiðinni skærgrænt ljós frá BVC konunni um að byrja að gefa honum grænmeti ásamt grautnum. Skrýtið að hugsa til þess að eftir 1-2 mánuði ætti hann að vera farin að borða heilar máltíðir með eftirrétt (ávaxtamauki) og alles !
Bíður kartafla í eldhúsinu eftir að vera soðin og étin í hádeginu ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home