Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 janúar 2006

Kræsin ?

Nú er Hilmir búin að vera að fá graut í næstum mánuð og fær tvisvar á dag næstum því heilan skammt hvert sinn. Vegna þess að við vorum á Íslandi byrjunarvikuna af "grautargjöfunum" varð það úr að ég gaf honum alltaf. Þegar Ingó kom svo til okkar hélt ég bara áfram að gefa því að við vorum að testa mismunandi tíma og gerðir grauta og ég vildi vera við stjórn (mér líkt ? heheh).
Í gær komumst við að því að Hilmir er orðin vanafastur varðandi þetta allt saman ! Ingó ætlaði að prófa að gefa honum en það kom bara skeifa á gaurinn og endaði í hágráti með tilheyrandi táraflóði. Þegar ég tók svo við náði hann að klára allt sem í disknum var. Prófuðum aftur um kvöldið en sama uppá teningnum ?!
Grínumst með það að Hilmir sé að bæta mér það upp þegar hann vildi ekki brjóst hjá mér sem endaði oft í uppgjöf, höfnunartilfinningum og plönum um að hætta bara brjóstagjöfinni. Núna tekur hann voða vel og ég hef meira að segja gefið honum undir stýri á bíl (ekki á ferð) og í mátunarklefa í H&M.
Mamma er best ?

1 Comments:

  • Hæ til hamingju með nafnið fína....
    Það hefði nú verið gaman að hitta á ykkur þegar þið voruð hér á skerinu... enn við bætum það nú bar upp þegar ég kem aftur þegar líða tekur á haustið... gangi ykkur vel .. mér finnst æaði að geta fylgst með ykkur her...
    Kv Stína

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home