Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

04 janúar 2006

Farin að heiman og komin heim

Erum komin aftur "heim" til Svíþjóðar eftir 3gja vikna dvöl á Íslandinu góða. Blendnar tilfinningar einsog fyrri daginn því einsog það er rosalega gott að komast í sitt eigið heimili og umhverfi þá er alltaf jafn erfitt að fara frá fjölskyldunni og félagsskapnum sem fylgir því að vera á svona stóru heimili einsog það verður þegar við öll erum á staðnum. Hálf lónlí að vera hérna aftur í Stokkhólminum. Sem betur fer þá kom Elísa (stóra systirin) með okkur út þannig að hún og Ingó eru í smá vetrarfríi til 13. jan og þessvegna heimavið. Það er þá allavega smá félagsskapur fyrir mig og Hilmi... get svo talið niður vikurnar eftir það því svo nálgast að Ingó taki við í sínu "feðraorlofi".

Annars er Hilmir á ágætis róli, grauturinn sem við gáfum honum í byrjun var ekki að fara jafn vel í hann og við héldum fyrst þannig að við skiptum um tegund sem virðist ætla að gera betra gagn. Hann allavega gleypir í sig nærri heilan skammt 2x á dag einsog banhungraður úlfur ! Ótrúlegt hvað hann virðist geta látið í sig þessi litli gaur og heldur grautnum vitanlega mun betur niður heldur en brjósta- eða þurrmjólkinni. Vonandi þá bara að hann haldi áfram að vera sáttari og saddari en áður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home