
Einsog vera ber eru hér í Þverásnum tekin fjöldinn allur af fjölskyldumyndum á jólunum. Var gerð undantekning í gærkvöldi og myndirnar teknar FYRIR mat þannig að Hilmir væri í sínu fínasta formi á útkomunni. Hann entist semsagt í jólafötunum sínum og skóm í 2 klst, grauturinn var étin á mettíma þarsem foreldrarnir skrýddust varnarbúnaði (svuntum) yfir fínu fötin meðan aðrir borðuðu jólaöndina og drengurinn var sofnaður 20.30 !
P.s. já, hann er í spariskóm... nei ég veit að þeir verða ekki oft notaðir og já hann vex uppúr þeim einsog skot. I don´t care... it´s cute ;)
1 Comments:
Velkomin til landsins, Gleðileg jól ... og hvað verðiði lengi hérna?
Kristína (698-6293)
By
Kristína, at 6:25 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home