Þroskakippurinn stóri
Við Hilmir höfum nú verið á Íslandi síðastliðna viku í góðu yfirlæti í afa- og ömmuhúsi Hilmis. Allt þetta nýja fólk, nýjar aðstæður, áreiti ýmiskonar..... gerði það að verkum að Hilmir tók svakalegan kipp á þroskastiginu. Skyndilega fór hann að nota báðar hendurnar til að skoða dótið sitt og færa uppað munninum til að smakka, hjalið tók á sig nýjar breiddir og víddir með nýjum hljóðum og "orðum". Og morgun einn þarsem hann var berrassaður á leikteppinu sínu snéri hann sér yfir á magann ! Ég varð ekkert smá hissa ! Hann var ekkert búin að vera að æfa sig á þessari hreyfingu og bara allt í einu kom það :) Þannig að núna fer hann í báðar áttir og getur rúllað sér útaf teppinu á nokkrum mínútum.
Grautarátið hefur líka gengið vel þó hann sé ekki komin uppí heilan skammt ennþá þá tekur hann vel við og virðist ekkert fá í magann af þessu. Vegna allra framfaranna hefur hann líka sofið vel á daginn, allt uppí 4 tíma í einum rykk þartil ég hef séð mig neydda til að vekja hann svo ekki verði vandamál með kvöldsvefninn. Var samt orðin alveg agalega þreytt á því að leika einstæða móður, sérstaklega á nóttunni þegar þarf að sinna honum með bleyjuskiptum, brjósta- og pelagjöf... og svæfa svo aftur. Ingó kom í gærdag til landsins (jibbí skibbí) þannig að núna er það vandamál leyst. Komin aftur í tveggjamanna liðið :)
Grautarátið hefur líka gengið vel þó hann sé ekki komin uppí heilan skammt ennþá þá tekur hann vel við og virðist ekkert fá í magann af þessu. Vegna allra framfaranna hefur hann líka sofið vel á daginn, allt uppí 4 tíma í einum rykk þartil ég hef séð mig neydda til að vekja hann svo ekki verði vandamál með kvöldsvefninn. Var samt orðin alveg agalega þreytt á því að leika einstæða móður, sérstaklega á nóttunni þegar þarf að sinna honum með bleyjuskiptum, brjósta- og pelagjöf... og svæfa svo aftur. Ingó kom í gærdag til landsins (jibbí skibbí) þannig að núna er það vandamál leyst. Komin aftur í tveggjamanna liðið :)
1 Comments:
Elsku Begga, Ingó, og Hilmir
Gleðileg jól! Hafiði það alveg rosalega gott heima um jólin!
knúsar og kveðjur, Sandra og Genni
By
Nafnlaus, at 8:25 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home