Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

20 febrúar 2006

6 mánaða "leikskóla" strákur

Posted by Picasa
Tímamótadagur í lífi Hilmis í dag; varð 6 mánaða, fór í læknisskoðun og prófaði opna leikskólann í fyrsta og örugglega ekki síðasta sinn.
Opni leikskólinn er stórsniðugt fyrirbæri.... þarna eru börn frá 0-5 ára velkomin í fylgd með foreldrum. Á eftirmiðdögum er aðaláherslan lögð á þau sem eru undir 10 mánaða, sungið og leikið. Kostar ekkert og stórgóð leið til að komast út, hitta fólk og börn, og fyrir Hilmi að fá að prófa/smakka ný leikföng ;)
Læknisskoðunin gekk líka vel, barnalæknirinn tók meira að segja fram að hann væri "nokkuð framar öðrum börnum á hans aldri" í andlegum þroska (mentalt). Þarf ekki að spyrja hversu stollt við foreldrar erum af því kommenti !!
Myndin er tekin sérstaklega í tilefni dagsins og er einstaklega vel lukkuð því þarna má sjá glampa í tennurnar hans tvær í neðri gómi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home