Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

16 febrúar 2006

Matarsigur !!

Jibbí skibbí jeij !! Ég sat hérna í hádeginu að springa úr stollti yfir Hilmi (og matargerðarhæfileikum mínum að sjálfsögðu). Hann hámaði í sig heilan skammt af heimagerðu mauki :) Meira að segja langt síðan ég hef séð hann borða jafn snyrtilega og af áfergju... varla að hann næði að káma sig út eða sulla á smekkinn sinn.
Heimagerða maukið samanstóð af 3 rótargrænmetistegundum og soðnum kjúkling sem ég hafði maukað saman í töfrasprotagræjunni í gærkvöldi.
Þvílíkur innblástur til mín að fara að gera barnamauk af meiri alvöru. Hef verið að prófa mig áfram og blandað því saman við krukkumatinn til að venja hann hægt við.... ávaxtamaukin heimalöguðu hefur hann samþykkt algjörlega og nú alvörumatinn líka !
Bara varð að deila þessu ;)

1 Comments:

  • frábært! það er semsagt að þroskast í honum bragðskynið! ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home