Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 febrúar 2006

Fæðingarorlofi (part 1) að ljúka...

....allavega mínu... og svo tekur Ingó við... þartil í júní þegar fæðingarorlof mitt part deux/sumarfrí í einn og hálfan mánuð hefst.
Á mánudaginn mun ég semsagt segja "bless bless!" við drengina mína og leyfa þeim að spjara sig aleinum þartil ég (og mjólkurfull júgrin mín) koma heim á ný að vinnudegi loknum.
Ótrúlegt bara hvað tíminn hefur liðið hratt og hversu lítið af því sem mig dreymdi um að gera í þessu blessaða orlofi ég actually náði að gera ! Barnavagnabíóið sat til dæmis alltaf á hakanum. Hefði viljað geta farið út miklu fyrr í göngutúra með mömmugrúppunni, út á kaffihús að "fíka" (chilla yfir kaffibolla) með öðrum mömmum bæði íslenskum og sænskum sem ég hef kynnst og síðast en ekki síst opna leikskólan. Allt þetta hefur fyllt dagskrána hjá okkur Hilmi núna síðastliðnar vikur og sannarlega fengið dagana til að líða hraðar og með mun meiri gleði en áður.
Lofa sjálfri mér að eftirfarandi verði framkvæmt með Hilmi í júní;
- Fara mikið út í góða veðrið í göngutúra/strætótferðir og kanna borgina
- Fara á fullt af kaffihúsum... útikaffihús ! *tilhlökkunardæs*
- Hitta fullt af skemmtilegum mömmum (ath... möMMum... ekki (karl)mönnum)
- Fara á strendur og/eða útisundlaugar

1 Comments:

  • Alltaf jafn gaman að fylgjast með ykkur... tíminn líður hratt og hann er orðin ótrúlega stór en alltaf jafn mikið krútt! Gangi þér vel aftur í vinnunni! kveðja frá ameríkunni, Sandra

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home