Gott er strandlífið


Áttum góðan dag á ströndinni í dag, ég og Hilmir ásamt þeim Katrínu og Elísu sem eru hjá okkur núna í heimsókn. 30 stiga hiti og glampasól tældi okkur og marga aðra borgarbúa í kaldan sjóinn og afslöppun á pikknikkteppum..... Hilmir er alveg farin að kunna á þetta allt saman og varð bara oggulítið hræddur þegar stóru öldurnar komu aðvífandi þarsem hann sat í makindum sínum á sandinum. Stefnum á fleiri svona daga áður en sumrinu lýkur.
3 Comments:
Svakalega eru þau sæt saman systkinin. Þau er svipur með þeim
By
Nafnlaus, at 4:24 e.h.
Ég gleymdi að kvitta undir.
Kveðja Ragnheiður
By
Nafnlaus, at 10:02 e.h.
Eins gott að kvitta undir svo við höldum ekki að það sé einnhver "leynigestur" að fylgjast með ;) Jú það er svipur með þeim tveim... grallaragenið kemur frá Ingó !
By
Begga, at 7:34 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home