Mátar miklir


Þeir eru miklir mátar og góðir vinir þeir Hilmir og Eiríkur Freyr, sem hélt uppá 1 árs afmælið sitt í dag með mikilli veislu.
Það var bara svo heitt í dag (27 gráður) að þeim leið best einsog algjörir töffarar; berir að ofan, bryðjandi ísmola og étandi Cheerios.
Oftast leika þeir sér fallega saman, sérstaklega þegar einhvað oooofsalega spennandi er í gangi sem þeir geta sameinast um einsog óuppteknar áldósakast eða kubbaskoðun. Stundum verður Hilmir samt pínu "frekur" og rífur af Eiríki dótið sem hann er að leika sér að... alltaf meira spennandi það sem aðrir eru með ! En Eiríkur er sko fljótur að læra inná hann og fer undan á harðahlaupum þegar hann sér Hilmi nálgast með glampan í augum. Eiríkur nefnilega labbar á afturfótunum einsog stór strákur en Hilmir er ennþá að æfa sig á því... kemst yfir á meiri hraða á öllum fjórum og lætur sér það nægja í bili.
2 Comments:
Ég vildi bara þakka fyrir mig og gjöfina mína, búinn að vera að kubba síðan þið fóruð ;)
By
Nafnlaus, at 10:34 e.h.
ekkert smá flottir saman vinirnir! :)
By
Nafnlaus, at 5:11 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home