Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

21 júlí 2006

Heyrnarprófið

Fórum á þriðjudaginn með Hilmi í heyrnarpróf á Karólínska sjúkrahúsið. Hann hafði verið bókaður í þetta ítarlega heyrnarpróf vegna þess að niðurstöðurnar úr því prófi sem er gert á ungbarnaeftirlitinu voru "óviðunandi" og auðvitað vildum við og hjúkkan okkar á BVC að allt væri á hreinu varðandi þetta.
Allt gekk einsog í sögu og hann flaug í gegnum öll þessi próf með hæðstu einkun ;)
Fyndið að fara í svona með hann.... þarna sat ég með hann í fanginu í hljóðeinangruðum klefa og einhver læknir sem snérist í kringum okkur og hringdi allskyns bjöllum, sýndi honum mismunandi dót, mjálmaði með reglulegu millibili og lét hundsgellt og barnagrátur hljóma í hátölurum sitthvoru megin við okkur mæðginin.
Ingó sat svo í fremri herberginu og fylgdist með okkur á sjónvarpsskjá, ábyggilega hálfglottandi að þessu öllu saman.

Skrefin sem Hilmir tekur óstuddur eru orðin fleiri og fleiri... svo skemmtilega vildi til að hann tók 3-4 "viljandi" og óstudd skref á 11 mánaða afmælinu sínu ;) Vel valið ! Ég vil samt ekki úrskurða hann fullgangandi fyrr en hann er orðin öruggari með sig í þessu göngudæmi. Vonandi bara nokkrar vikur í viðbót....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home