Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

12 júlí 2006

Þétt skipaðir dagar

Það er sko nóg um að vera hjá okkur þessa dagana núna þegar Halldór afi og Ingibjörg amma frá Íslandi eru líka komin í heimsókn hingað út til okkar. Hilmir er það mikil félagsvera að hann tímir varla að sofa þegar svona mikið er í gangi þannig að svefnmynstrið er komið einhvert útí kúna... hann fer stundum ekki að sofa fyrr en kl. 22 á kvöldin... ekki af því hann sé ekki þreyttur heldur bara afþví að það hefur engin rænu eða tíma til að setja hann í rúmið ! Hann er svosem ekkert að kvarta held ég ;)
Við erum allavega búin að komast að því að við getum svæft hann annarsstaðar, borið svo útí bíl og keyrt heim, borið inní rúm og skipt á bleyju ÁN ÞESS AÐ HANN VAKNI ! He he

Næstkomandi helgi verður smá eldskírn þegar við ætlum að fara með stórfjölskyldunni á Birka víkingasafnið sem er heilsdagsferð með bátsferð á áfangastað. Krossum bara putta og vonum að hann láti sér vel líka að þurfa að sofa lúrinn/lúrana sinn í vagninum og hafi kannski ekki jafn mikið tækifæri til að skríða um að eigin vild.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home