Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

16 júlí 2006

Stórt skref fyrir lítinn strák

Í gærkvöldi, 15. júlí 2006 klukkan 19.50 að staðartíma tók Hilmir Viktor fyrsta stuðningslausa skrefið sitt !
Hann gleymdi sér nefnilega í smástund þegar hann var að skoða einhvað spennandi, sleppti takinu á fætinum á mömmu sinni (sem var bara einhvað að spjalla við matarborðið) og "gekk" í áttina að Katrínu móðursystur sinni sem beið með hendurnar tilbúnar að grípa hann.
Þetta var allt voða spennandi og við klöppuðum svo vel fyrir kappanum. Hann endurtók leikinn með að standa sjálfur og dansa smá fyrir okkur... skrefalaust þó ;)
Nú verður ábyggilega töluvert að bíða eftir næsta skrefi... en hann er allur að koma í þessum málum enda stólar pabbi hans á að geta gengið með honum inn fyrsta leikskóladaginn.

2 Comments:

  • Til hamingju með fyrsta skrefið Hilmir! Stór áfangi. Áður en þið vitið af verður hann byrjaður að hlaupa út um allt

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:21 e.h.  

  • Ekkert smá "dúlegur" drengurinn! Emilía fer öllu varlegar og er enn þá sannfærð um að skrið sé besta leiðin til að fara á milli staða, nema eitthvað sé til að halda í á leiðinni.
    Kveðja og knús,
    Íris

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home