1 árs !!!!


Hjartabaunin okkar er orðin 1 árs, heilir 365 dagar síðan við vorum í þessum sporum. Ótrúlegt en satt. Okkur finnst þetta hafa liðið í senn ógnarhratt og löturhægt. Geggjuð gleði og hamingja í bland við brjálæðislega erfiðleika og vanmátt eins og bara foreldrar upplifa gagnvart börnunum sínum.
Þessi fyrsti afmælisdagur Hilmirs er búin að leika við hann.... fékk afmælissöng og afmælisköku með kerti á... og svo nátturulega fullt af pökkum. Reyndar er hann ekki alveg búin að trixið með pakkana og varð bara voða ánægður með innihaldið á þeim fyrsta og lét hina vera þartil ég hjálpaði aðeins til með opnunina. Ef Hilmir gæti talað myndi hann segja; "Takk fyrir mig Sara og Gísli, Emilía Þórný, Afi og Amma í Þverásnum og Amma Helga !"
6 Comments:
Hæ og til lukku með dreginn:) Ég á nú að skammast mín að muna ekki eftir þessum degi....pabbi á nefnilega líka afmæli á þessum fína degi, ég var líka fljót að rífa símann af Elísu þegar hún var búin að tala við Ingó og hringja í kallinn;)Ég er bara voða treg að muna afmælisdaga, var næstum búin að gleyma afmælinu hennar Elísu í apríl, en Perla bjargaði mér því hún minnti mig á það deginum áður!! Ég held hreinlega að ég þurfi að tannbursta í mér heilann stundum!!;) Hafið það gott...kveðja, Ásta Brynja
By
Nafnlaus, at 11:23 e.h.
Hæhæ frændi !
Innilega til hamingju með daginn.
Biðjum að heilsa mömmu þinni og pabba.
Bestur kveðju
Ísleifur Jón og fjölsk.
By
Nafnlaus, at 11:49 e.h.
Til hamingju með afmælið stóri strákur!
By
Nafnlaus, at 12:55 e.h.
Til hamingju með 1 árs afmælið!
kv., Sandra og Genni
By
Nafnlaus, at 4:52 e.h.
innilega til hamingju með kútinn, ekkert smá skrítið þegar þetta gerist :) sjáumst sún
kv frá klakanum
Hrönn, Georg og Eiríkur
By
Nafnlaus, at 6:55 e.h.
Til hamingju með stóra strákinn! Bestu kveðjur frá okkur sænsk-íslensku invandrarna.
Óli, Íris og Emilía Þórný
By
Iris og Oli, at 5:40 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home