Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

17 ágúst 2006

Líður að afmælisdegi snáðans

Færumst nær 1 árs afmælisdeginum hans Hilmis með hverjum degi sem líður.
Afmælisboðsgesti streymir að hvaðanæva af landinu (Helga amman ætlar að koma á morgun) og gjafir eru farnar að berast með póstþjónustunni sem hefur kallað út aukastarfslið til að sinna heimilinu (tveir vel spennandi skrautlegir pakkar komnir í hlað frá Íslandinu).
Foreldrar afmælisbarnsins hefja formlega hátíðarhöldin í kvöld með því að undirbúa sig andlega og líkamlega undir veisluhald sunnudagsins (förum í okkar "reglulega" nudd-og-svo-út-að-borða-meðan-Hilmir-fær-pössun).

Borðhald mun hefjast eftir hádegi á sunnudag (þegar Hilmi hentar að vakna af blundinum) og er von á að sérinnfluttur meistaraheimakokkur frá Íslandi (ég) muni framreiða dýrindis rétti (brunch og heimabakaða berjarjómaköku sem Hilmir fær kannski að smakka á) fyrir þá fjölmörgu afmælisgesti sem viðstaddir verða (við foreldrarnir og Helga amma).

Hirðljósmyndarinn (ég og Ingó) verður viðstaddur til að festa herlegheitin á filmu og lofum við myndbirtingu hér fljótlega eftir að afmælisbarnið hefur kvatt gesti sína (og sofnað).

Okkur hlakkar mikið til sunnudagsins enda fer "fyrsti hitt og þetta" að verða á þrotum eftir því sem Hilmir eldist. Hann fer að verða svo sjóaður kallinn ;) Fyrsti afmælisdagurinn er því dáldið atriði.... fyrir okkur allavega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home