Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 ágúst 2006

Léttmeti

Hilmir er bæði langur og þungur, fengum það enn og aftur staðfest í dag í 1 árs skoðuninni þar sem hann mældist heil 12,4 kíló og 79 cm. Hann heillaði að venju hana Marie uppúr skónum, labbaði útum allt til að sýna henni hvað hann væri duglegur og lék við hvern sinn fingur. Í lok heimsóknarinnar fékk hann svo smá sprautu í lærið (vonda vonda fólk) en var ósköp fljótur að jafna sig og grét nánast ekkert.

Í leikskólafréttum er allt í lífsins blóma. Hann er alltaf jafn glaður að fá að komast þangað á morgnana og vill helst ekki fara þegar að því kemur klukkutíma seinna. Í dag fór hann út með hópnum sínum og fékk að sitja í tvíburavagni með norskri vinkonu sem leikskólafrökenin keyrði. Ingó bara töllti með og hélt sig fjarri.
Erum að uppskera ágætis aukaverkanir af leikskólareynslunni hans því þreytan er þvílíkt á kvöldin eftir upplifanir dagins að hann hefur núna sofið 12 tíma nætursvefn (í stað 9-10 tíma) síðastliðnar nætur. Kærkomin hvíld fyrir okkur foreldrana ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home