Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

16 desember 2006

Barnaþrælkun ?

Held það flokkist ekki til þrælkunar þegar Hilmir hleypur á eftir mér inní baðherbergi með gluggasköfu í hendi sér um leið og hann sér að ég er að fara að þrífa þar. Svo duglegur... svo hjálpsamur. Að sjálfsögðu fékk hann líka sinn eigin svamp til að þrífa baðkarið og vaskinn með. Það sló samt ekki sköfunni út, svo stór, fín og glansandi.
Hann heimtar líka núorðið að fá að ryksuga (með tækið í gangi nota bene og gerir aukahljóð með *vúúú*), fara út með ruslið og þurrka af með eldhúspappír. Verst að það fer oft heil rúlla í afþurrkunina hjá honum svo mikill er hamagangurinn. Ekki beint miljövänligt en vel þess virði fyrir smá guttagleði ;) Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home