St. Lucia


St. Lucia var núna í gær (13.des) og halda Svíar uppá að með því að kyrja lúsíulög, klæða börn og unglömb önnur í lúsíubúninga (KuKuxKlan kyrtlar með kertahöfuðbúnað í bland við jólasveinabúninga og piparkökukarlsbúninga) og éta saffranbrauð sem kallaðir eru lussekatter. Voða sænskt, voða sætt.
Á leikskólanum hans Hilmis var mikið lagt uppúr deginum. Heimabakaðar piparkökur, lussekatter og söngar sem búið var að æfa stíft í margar vikur. 50 manns mættir, foreldrar og afar-og-ömur... allir með myndavélar.
Ingó mætti fyrir hönd okkar beggja þarsem ég var veik heima. Smellti af í gríð og erg. Flestar myndirnar eru af Hilmi að gera einhvað allt annað en það sem hann "átti" að gera. Fóstran Dolly sést þarna halda dauðahaldi í Hilmi sem er löngu búin að skipuleggja strokuna úr kóruppstillingunni fínu. Krakkinn fyrir aftan hann farin að skæla af hræðslu við kyrtlaklæddu krakkana. Voða sænskt, voða sætt ;)


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home