Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

03 janúar 2007

Stórfjölskyldan samankomin

Þarna erum við öllsömul sem eyddum hátíðunum saman hér í Stokkhólmi. Flottur hópur með hellings af sprelli ;)
Bara hrikalegt hvað tíminn er fljótur að líða. Sara og Gísli eru þegar farin og afinn og amman ásamt Katrínu og Elísu fljúga til Íslands núna á laugardaginn. Hilmir á eftir að verða sorgmæddastur allra held ég því unglingsstelpurnar tvær eru svo spennandi og skemmtilegar. Ef þær loka að sér er hann ekki lengi að hlaupa að hurðinni og banka þartil honum er hleypt inn. Og þær standa nú sjaldnast mátið að gera vel við guttann. Verður tómlegt og hversdagslegt í komandi viku .....

En 2007 er komið til að vera ! Við erum strax farin að skipuleggja árið og búumst við að koma til Íslands um páskana að öllu óbreyttu. Sumrinu verður hinsvegar eytt hér í Svíþjóð og hver veit nema við stelumst einhvað til sólarlanda líka ;)

1 Comments:

  • Flott fjölskyldumynd! Líst vel á að þið séuð farin að skipuleggja árið 2007 og enn betur á Íslandsferðina um páskana, vííí. Við heimtum að fá ykkur að hitta ykkur í svona 1-2 kvöld í þeirri ferð. Svo bíðum við bara eftir tilboði til Stockholms í smá skrepp til ykkar:=)

    Puss o. Kram
    I+O+E

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home