
Hilmir er frekar heppin með útsýnið frá glugganum í herberginu sínu. Hann getur staðið uppí gluggakistu (lítið borð og stólar fyrir neðan sem hann prílar uppá) og glápt út á fólk, bíla og dýr leeeengi vel. Heyrist ekki múkk. Fyrr en lögreglu og brunavarðalið bæjarins verður svangt. Þá ber vel í veiði fyrir Hilmi. Það er nefnilega pizzería beint á móti blokkinni okkar og þangað sækja bæði löggur, slökkviliðsmenn og leigubílstjórar. Náttlega parkerað beint fyrir utan honum til mikillrar ánægju. Ekki slæmt að fá svona "live" græjubílaskoðun ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home