Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 apríl 2007

Nýr leikskóli komin á planið

Fórum í morgun tvö (ég og Ingó) að skoða báða leikskólana í nýja hverfinu sem stóðu til boða núna í ágúst.
Sá fyrri var einkarekin í gömlu niðurníddu (sumir myndu segja kósí) húsnæði, vissulega nær íbúðinni okkar en gaf mér ekki góða strauma.
Sá seinni er opinberum rekstri og hluti af leikskólastarfsemi sem er rekin á tveim stöðum þarna í nágrenninu. Þar stóð honum til boða að koma á deildina "Kotten" þar sem eru 1-3 ára börn. Okkur leist mjög vel á deildina hans og þeir voru með svipuð markmið varðandi útiveru og mataræði og er á þeim leikskóla sem hann er á núna. Útisvæðið var risastórt og flott, liggur alveg uppað risastóru útivistarsvæði sem heitir Järvafältet.
Planið er sumsagt að hann byrji þarna í ágúst. Það verður með trega að við segjum bless við Olympen og hæ við Igelbäcken. Vona virkilega að sá nýji eigi eftir að eiga vel við Hilminn sjálfann :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home