Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

09 maí 2007

Enn bætist í fjölþjóðlega barnapíuhópinn

Okkur fannst komin tími til að finna nýja barnapíu handa Hilmi. Sú nicaragúaska (V.) er komin í nýja vinnu og hefur voða lítinn tíma aflögu handa okkur... og svo er líka komin tími á að finna einhverja sænskumælandi þar sem Hilmir skilur það túngumál jafnt og íslenskuna. V. er eiginlega bara enskumælandi.
Eins og glöggir lesendur bloggsins vita kannski höfum við fyrir utan V. verið örstutta stund með eina í vinnu hjá okkur sem var frá Chilé. Það var í fyrrasumar og sú varð líka of bissí fyrir okkur.
Í kvöld hittum við eina sem okkur leist vel á, svo vel að við ætlum að prufukeyra á miðvikudaginn og skilja hana eftir með Hilmi í nokkra klukkutíma eða svo. Sú nýja slær ekki slöku við í þjóðernismixtúruna sem er að verða fjölþjóðlega barnapíudeildin hans Hilmis, er sumsagt frá Bangladesh en er fædd og uppalin hér í Svíþjóð.
Hilmi leist vel á hana því hún var ófeimin við að spjalla við hann og hann kom sér vel fyrir við hliðina á henni í sófanum meðan við spjölluðum.
Mér leist vel á hana því hún virkaði bæði örugg, ákveðin, ófeimin og á bróðurdóttur á sama aldri og Hilmir (þaulvön þessum orkuboltaaldri).
Ingó leist vel á hana því foreldrar hennar reka Indveskan veitingastað ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home