Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 júní 2007

Allt að bresta á !

Á morgun hefst alvaran í pökkunar/flutningarmálunum. Erum búin að eyða dágóðum tíma í að dunda okkur við að fleygja úr geymslu og skápum, endurskipuleggja og pakka því (litla) sem við ætlum að eiga. Búin að selja einhver húsgögn sem okkur finnst vera ofaukið og áætlum alsherjar Ikea-ferð þegar við sjáum hvar sé pláss fyrir nýtt.

Hilmir er orðin svo vanur öllu draslinu og opnu flutningskössunum útum allt að hann er hættur að forvitnast oní þá. Leikur sér bara þarna inná milli.
Sem betur fer náðum við að skipuleggja þetta á þann veginn að hann verði í leikskólanum þessa þrjá daga sem formlega verða teknir í flutningsdæmið. Þurfum þá ekki að vera að hafa áhyggjur af því að hann verði einhverstaðar á milli í hamaganginum sem á eftir að verða.

Svo verður bara gaman að sjá hvernig hann tekur nýja heimilinu. Hann náttlega hefur ekki kynnst öðru heimili en Sandhamnsgötunni. Á það til þegar honum finnst við hafa verið of lengi einhverstaðar að taka okkur í hendina og segja "heim!". Vonandi bara að hann finni það strax að nýja heimilið sé HEIMA ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home