Miðsumarhátíð
Í gær var vissulega midsommar en á miðvikudaginn var tekið forskot á sæluna hjá leikskólanum hans Hilmirs og haldin miðsumar-leikskólalokar-hátíð í garðinum hjá þeim. Öllum foreldrum boðið að koma og syngja með börnum og fóstrum. Boðið svo uppá ávexti og kaffi eftirá.
Hilmir var ekki nógu ánægður með frammistöðu okkar foreldranna við söngin enda kunnum við ekki sænsku leikskólalögin jafn vel og hann. Hann slapp því reglulega frá okkur og í öruggar sönghendur fóstranna. Bara vika eftir af leikskólanum núna áður en kemur mánaðar frí.
Hilmir var ekki nógu ánægður með frammistöðu okkar foreldranna við söngin enda kunnum við ekki sænsku leikskólalögin jafn vel og hann. Hann slapp því reglulega frá okkur og í öruggar sönghendur fóstranna. Bara vika eftir af leikskólanum núna áður en kemur mánaðar frí.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home