Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

15 júlí 2007

Vatnseðlisfræðingar

Skítt með það að farið var á jarðaberjaengi og tínd fersk sænsk jarðaber bæði í ílát og munna. Skítt með það að það var pikknikkað á yndislegu túni með öllu uppáhalds fólkinu sínu í blíðviðrinu.... það var rennandi vatn þarna !
Bakkabræður þeir Eiki og Hilmir áttu margar góðar stundir þá viku sem við eyddum með Eika og foreldrum hans í sumarbústað útá landi. Bestu stundirnar voru þó í kringum rennandi vatn, hvort sem það kom úr krana, slöngu eða stöðuvatni/á. Held þeir hafi lært margt um eðli vatns á þessari viku. Til dæmis hvernig er hægt að drekka beint af stút án þess að verða blautur í framan. Og að manni verði skítkalt ef maður stendur í vatnssullinu of lengi.
Good times.
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home