Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 júní 2007

Nýja heimilið að púslast saman og fyrstu gestirnir á leið...

Þriðja kvöldið okkar hér í sænska Silicon Valley (fyrir utan Microsoft eru hérna óheyrilega mörg tölvu- og tæknifyrirtæki ásamt IT-háskólanum og fleira). Erum búin að vinna hérna baki brotnu við að rífa uppúr kössunum sem nú tróna samanpakkaðir inní geymslu og bíða eftir að vera sóttir af flutningafyrirtækinu. Samt alveg endalaust hægt að ganga frá og lagfæra... eins og Ingó benti á er ekki hægt að koma sér strax jafn vel fyrir eins og við vorum á gamla heimilinu eftir fjögurra ára dvöl þar. Gardínur og svoleiðis saumaföndur bíður mín. Hvar er mamma manns þegar mar þarf á henni að halda ?! ;)

Fyrstu gestirnir koma svo eldsnemma í fyrramálið. Hilmis-amma Helga og Elísa stóra systir. Sá verður glaður.
Hann er annars búin að vera alveg dúndursáttur við allt hérna. Tók íbúðina strax í sátt og hefur sofið vært í herberginu sínu. Skoðuðum fyrsta leikvöllinn (af möööörgum í hverfinu) í morgun og hann á sko margt eftir óuppgötvað þar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home