Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 desember 2007

Gleðileg jól !!

Jólin þetta árið komu með hóhóhó og snjósnjósnjó. Ekki verra ! Hilmir er búin að vera kampakátur hérna á Íslandinu í ömmu- og afabóli, nýtur þess að fá stöðuga athygli og láta leika við sig. Búin að vera svo algjörlega búin á því á kvöldin að hann steinsofnar á slaginu átta ef það býðst. Í gær aðfangadag var þó vakið aðeins lengur enda tók tíma að gíra sig niður eftir alla fínu pakkana sem hann fékk að opna.
Eins og glöggir lesendur kannski taka eftir þá er drengurinn íklæddur dýrindis silfurskóm, tveim númerum of stórir. Hann nefnilega tók eftir því þegar allir voru að klæða sig uppá að flestir fóru nú í jólaskó líka. En ekki hann ! Þá bað hann bara um og amman dróg frammúr kompunni þessa líka fínu skó af móðursysturinni. Hann hljóp um í þeim allt kvöldið hæstánægður. Ekki verra að þeir eru með smá hæl sem heyrist í þegar hlaupið er yfir stofuparketið.

Nú eru skemmtilegir dagar frammundan. Hangikjötið í kvöld og svo heimsókn til ömmu í Keflavíkinni á morgun. Svo taka við hinar ýmsu lofuðu heimsóknir áður en nýja árið rennur í garð og svo er bara hugað að heimferð 2. janúar. Alltof stutt ferð einsog venjulega !
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home