Lucian var í dag... sem þýðir hvað ?
Það er semsagt Lúcíudagurinn í dag og þess vegna lúcíuhátíð á öllum vinnustöðum, skólum og leikskólum landsins.
Engin undantekning náttlega á leikskólanum hans Hilmis.
Við náðum náttlega engri mynd af honum þarsem hann sat í glysskreyttri kerrunni (risastóri barnavagn leikskólans skreyttur með jólaglysi) þegar hersingin kom gangandi í lúsíugöngunni. Fóstrurnar sögðu eftirá að nú vita þær hvernig stórstjörnunum líður á rauða dreglinum. Börnin næstum því blinduðust af flössunum í myrkrinu !
En þetta var nú voða gaman samt. Hilmir varð alveg súperglaður þegar hann sá glitta í okkur í fjöldanum og hljóp í mömmufang. Sætur með jólahúfuna sína.

Í pápafangi... já einsog sést þá er hann búin að læra að brosa þegar dregin er upp myndavél. Kemur sér vel svona fyrir jólin.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home