Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

13 desember 2007

Lucian var í dag... sem þýðir hvað ?

Múgæsingin var áþreifanleg þegar foreldrarnir söfnuðust saman fyrir utan leikskólann í dag laus fyrir klukkan hálf fjögur. Margir tugir ljósmyndavéla og enn fleiri tugir ljósnæmra vídeóvéla voru á standby í höndum eftirvæntingarfullra foreldar... og einstaka afa og ömmu líka.
Það er semsagt Lúcíudagurinn í dag og þess vegna lúcíuhátíð á öllum vinnustöðum, skólum og leikskólum landsins.
Engin undantekning náttlega á leikskólanum hans Hilmis.
Við náðum náttlega engri mynd af honum þarsem hann sat í glysskreyttri kerrunni (risastóri barnavagn leikskólans skreyttur með jólaglysi) þegar hersingin kom gangandi í lúsíugöngunni. Fóstrurnar sögðu eftirá að nú vita þær hvernig stórstjörnunum líður á rauða dreglinum. Börnin næstum því blinduðust af flössunum í myrkrinu !
En þetta var nú voða gaman samt. Hilmir varð alveg súperglaður þegar hann sá glitta í okkur í fjöldanum og hljóp í mömmufang. Sætur með jólahúfuna sína. Posted by Picasa



Í pápafangi... já einsog sést þá er hann búin að læra að brosa þegar dregin er upp myndavél. Kemur sér vel svona fyrir jólin.



Posted by Picasa Þarna er sönnun fyrir múgæsingunni. Allir að ná sem bestri mynd af barninu sínu. Hilmir er semsagt einhverstaðar þarna undir fjöldanum....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home