Jólakort = jólageit

Ástæðan er sú að við verðum á Íslandi yfir jólin og komum þar af leiðandi til að hitta flestallt þetta fólk hvort eð er, auk þess hefur flæðið TIL okkar farið óðum minkandi eftir því sem árin líða og teljum við því komin tími til að við göngum til liðs við kortalausa fólkið.
En peningana og fallegu hugsanirnar ætlum við þó að láta til góðs leiða og fjárfestum þess vegna í geit, já geit, sem gefin verður til þróunarverkefnis í Mósambík.
Við hvetjum þig og þína fjölskyldu til að gera hið sama á www.actionaid.se
1 Comments:
semsagt kominn yfir þig jólaandinn ;) líka svona verkefni í gangi heima (fyrir okkur sem ekki skiljum sænsku) http://www.gjofsemgefur.is/
By
Nafnlaus, at 6:47 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home