Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

05 desember 2007

Sjarmörinn ;)

Barnfóstran hans Hilmis heitir A****. Held ég hafi bloggað um hana áður svo "allir" kannist við hana.... Hún og Hilmir eiga oft góða daga saman meðan við foreldrarnir förum í bíó og svoleiðis. Svæfingin hefur verið það eina sem ekki hefur alveg gengið upp enda hefur ekkert reynt almennilega á það. Í kvöld ákváðum við hinsvegar að breyta því, og þá sérstaklega með það í huga að okkur er boðið á jólahlaðborð þarnæstu helgi um borð í báti sem ekki leggur að bryggju fyrr en 21.
Hilmir hefur ábyggilega vitað hvað væri í vændum því fyrst reyndi hann að heilla hana svo brjálæðislega uppúr skónum að annað eins hefur ekki heyrst ("Du är så sööööt"). Hún lagði hann nú bara samt uppí rúm eftir að hafa reynt að lesa fyrir hann á íslensku (!) og fara í gegnum allar háttatímarútinurnar. Eftir langa laaaaaanga þögn ætlaði hún að fara að sms-a til okkar að hann væri sofnaður og leit inn til hans. Þá stendur bara minn í rúminu og er að reyna að kveikja loftljósið ;)
Eftir smá fortölur og knúserí sofnaði hann nú bara vært.
Ekkert skæl og engin leiðindi.... bara spennandi og erfitt að sofna strax !
Duglegi strákurinn okkar :)

1 Comments:

  • Auðvitað! ;) þannig að við fáum kannski að kvöldpassa á íslandi? ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home