Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

12 desember 2007

Veikur Hilmir

Það eiginlega hlaut að koma að því að Hilmir yrði veikur. Alvöru veikur og ekki bara með eyrnabólgu því þá fær hann nú sjaldnast hita. Hitaveikur var hann síðast í maí nefnilega!
Er nú samt búin að vera ósköp hress greyið þrátt fyrir veikindin sín. Alvedon hitalækkandi hjálpaði svo til við að halda hitanum niðri. Búið eftir sólarhring og í dag erum við svo heima í þessum skyldubundna hitalausa degi áður en hann fær svo að fara aftur á leikskólann á morgun.
Á myndinni sést hann í sófanum sínum að horfa á barnaefnið í morgunsjónvarpinu... og að sjálfsögðu þarf hann að vera í dúnskónum sem við keyptum nýlega. Ekkert of stórir er það nokkuð ? (ætlaðir mér en hann eignaði sér þá)
Posted by Picasa

1 Comments:

  • jii hvað hann er eitthvað stór og fullorðinslegur! ohh hvað ég er farin að hlakka til að fá ykkur! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home