Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 nóvember 2007

Þroskasamtal á leikskólanum

Áttum tíma í dag með fóstrunni hans Hilmis til að ræða hann fram og tilbaka (afþví við gerum það nú svo sjaldan *hehhe*). Heill hálftími fór í spjallið og við vorum náttlega afar stollt af stráknum okkar þegar við sóttum hann svo til að fara heim.
Inger sagði að þeim þætti hann bæði skemmtilegur og jákvæður á alla kanta. Hann hefði svo góðan húmor og væri oft leiðtoginn í krakkahópnum þegar ætti að gera einhvað nýtt. Alveg óhræddur við að prófa nýja hluti og elskaði að vera úti að leika, og svo teikna og lita að sjálfsögðu. Hún sagði jafnframt að hann væri alveg geysilega ákveðin ungur maður sem ekkert væri hægt að plata bara sísvona. Stjórnsamur með eindæmum og með alveg óskaplega mikla réttlætiskennd. Ef hann væri búin að ákveða einhvað þá væri það bara þannig... ekkert við því að gera.
Þau leyfa honum þá bara að gera það sem hann vill enda er hann fljótur að láta sér renna reiðin/frekjan/fýlan og koma og leika einsog ekkert sé.
Við vorum náttlega ekkert að heyra þetta í fyrsta sinn ;) Hann er búin að vera með þetta skap frá fæðingu takkfyrirkærlega ! Líkur foreldrum sínum kannski ? Hmmm.... og stórusystur líka held ég barasta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home