Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

01 desember 2007

Vægt til orða tekið....


Ingó og Hilmir fóru út að leika í morgun, eins og gert er alla morgna milli 9.30 og 11, svona til að viðra drenginn. Nema í dag var svo kallt og Hilmir kvartaði svo hástöfum að Ingó ákvað að fara bara inní stóru verslunarmiðstöðina sem er hérna rétt hjá og finna einhvað fyrir þá að gera.
Í verslunarmiðstöðinni er leikdeild sem kallast Kids World og er ætluð börnum 3 gja ára og eldri. Svipað fyrirkomulag og í Ikea leiklandinu en við höfum lengi grínast með það að daginn eftir 3gja ára afmælisdaginn hans ætlum við að gera okkur ferð í Ikea... bara svo Hilmir geti loksins fengið að leika í leikdeildinni (hann er búin að grenja á glerinu alloft og skilur ekki í því afhverju hann fái ekki að fara inn).
Nema hvað.
Ingó ákveður að láta á það reyna að honum yrði hleypt inn.

Unga stúlkan í móttökunni spyr hann með semingi "Ertu nú viss um að hann sé orðin 3gja ára... er hann ekki dálítið lítill miðað við aldur?". Og Ingó svaraði "Jodå, han är tre, han är bara lite efterbliven"
Efterbliven þýðir þroskaheftur.
Stúlkan spurði ekkert meir og hleypti þeim inn.
Á myndinni sést Hilmir hæstánægður með leikfélaga... sem væntanlega ekki er þroskaheftur heldur... bara orðin löglegur í Kids World.

6 Comments:

  • Hahaha, frábær saga :-) Gaman að Hilmir skyldi komast í leiklandið.

    By Blogger Unknown, at 2:39 e.h.  

  • Ég verð nú að segja að ég yrði ekki kát ef að heilbrigða barnið mitt yrði kallað þroskaheft bara til þess að komast inn í eitthvað leikland :S

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:21 e.h.  

  • Enda varð ég heldur ekkert kát en mar verður nú að geta hlegið og flissað af "óförum" þeirra feðga ! Ójájásvei ;)

    By Blogger Begga, at 9:59 e.h.  

  • 'Efterbliven' á Sænsku þýðir seinþroska. Í þessu tilfelli átti það að þýða líkamlega seinþroska (sem útskýring á af hverju hann væri frekar lítill miðað við 3ja ára), ekki að hann væri þroskaheftur.
    Seinþroska á Íslensku getur hins vegar þýtt bæði.

    Sænska orði' hefði verið 'utvecklingsstörd'

    Icelandic: seinþroska
    Swedish: efterbliven, sen

    http://dictionary.reference.com/browse/sein%C3%BEroska

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:57 e.h.  

  • Haha! mér finnst þetta bara fyndið! enda geðveikt ekki ætlunin að reyna að halda því fram að strákurinn væri eitthvað þroskaheftur ;) hver er samt að skrifa anonym? finnst það frekar halló!

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:29 e.h.  

  • Hahaha...ekki auðvelt að vera útlendingur!

    Ég var einu sinni í ægilega fínu kaffiboði á Kúbu og þakkaði kærlega fyrir mig með því að segja: "Muchas gracias para la caca". Caca á spænsku er kúkur....

    By Blogger Lóan, at 8:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home