Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 nóvember 2007

Tilfinningaskalinn

Tilfinningaskalinn hjá Hilmi er stöðugt að aukast. Réttlætiskenndin er gríðarleg í því sambandi. Að setja sig í spor annara er mjög vinsælt. Þegar við lesum með honum bókina "Vem blöder?" finnur hann mikið til með fuglinum sem fékk hamar á gogginn og hundskammar svo hástöfum aumingja kanínuna sem lét hamarinn óvart falla á fuglsgogginn.
Þegar hann heyrir svo krakka gráta vill hann helst stoppa við, fá að vita hvað gerðist ("hvaaa gerðist?") og hugga.
Ef hann er leiður á hann það til að segja "É lesssen" og svo kemur svona ámátlegt "uuuuuuhuuu" í kjölfarið. Meme verður líka stundum lessenn og jafnvel baðbílinn blái.
Svo lætur hann vita núna ef það er gaman. Þá segir hann "gaaaaman !" og klappar jafnvel saman lófunum. Bara svo það fari nú ekki framhjá manni.

Sem minnir mig á það. Hann er alveg búin að læra þetta með litina. Grænn og blár blandast stundum saman en rautt er rosa vinsælt og gult er taxilitur.
Svo er byrjuð umræðan um stráka og stelpur. Hann vill halda því fram að hann sé stelpa einsog mamma. Það bræðir náttlega mömmuhjartað en pabbanum finnst það ekkert rosa sniðugt.

1 Comments:

  • Hæ og takk fyrir síðast!
    Var að kíkja yfir nýjustu myndir og blogg og kvitta hér með fyrir komunni á síðuna. Er að þessu á heldur ókristilegum tíma, vorum að enda við að setja saman fullt af nýjum húsgögnum, áttum hálft í hvoru von á nágrönnunum kvartandi yfir hávaðanum í okkur en þetta slapp. Sjáumst í næstu viku,
    kv Ingibjörg.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home