Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

17 nóvember 2007

"Hih KLIPPA!"

Enn einu þroskastiginu náð. Barninu var fært skæri. Plastkrakkaskæri sem meiða engan nema pappírinn sem þeim er beitt á. Hann gæti hlaupið með þau, hamast á fingrunum á sér og jafnvel potað þeim í augað á sjálfum sér án þess að gera neitt stórtmikilvægt ógagn. Þrátt fyrir það kennum við honum að bera virðingu fyrir þessu nýja tóli. Til dæmis má bara klippa sitjandi við eldhúsborðið og með fullorðin í nærveru sinni.
Það var augljóst að honum hafði ekki verið leyft að klippa áður en þó alveg álíka augljóst að hann vissi alveg útá hvað þetta gengi... alveg ofurofurspennandi. Líklega hefur hann séð eldri börnin í leikskólanum með svona græjur. "Klippa! Klippa!" sagði Hilmir og skalf liggur við að einskærri gleði yfir að fá staðfestingu á því að jújú.. hann fengi að prófa... Hljóp nokkra hringi um í eldhúsinu áður en hann róaði sig loks og settist við borðið.
Tók hann nokkrar mínútur að ná þessu með fingrasetninguna. Að þumalinn ætti að fara í eitt gatið osfrv. En svo kom það. Pappírinn í tætlum hálftíma síðar og sáttur og ánægður Hilmirinn.

Sofnaði sæll og glaður í rúminu sínu það kvöldið. Svo um nóttina heyrðist í honum umla uppúr svefni "Klippa... Hih Klippa" og eflaust leikið bros um varir hans.
Stundum þarf ekki mikið til að gleðja stubbinn okkar....

1 Comments:

  • jii! MEGA krútt! :D svo dúglegur og klár líka! :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home