Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

19 nóvember 2007

Sunnudagsbíltúrinn

Hvað gerir maður annað á sunnudögum en fara í fjölskyldubíltúr og finna sér einhvað skemmtilegt að gera ? Í gær (sunnudag) fórum við loksins í Aquaria - Vattenmuseum safnið hérna í Stokkhólmi. Erum búin að vera að tala um það lengi lengi en ákváðum að láta slag standa í gær.
Sáum ekki eftir því ! Hilmir var í essinu sínu að skoða alla stóru stóru fiskana og ekki skemmdi fyrir að eitt risafiskabúrið var útbúið svona glærum "gangi" fyrir krakkana að skríða í gegnum og upplifa fiskabúrið á alla kanta. Litlir hákarlar sem syntu þarna um ásamt Nemofiskunum og fleiri litríkum heitsjávardýrum...
Ekki skemmdi fyrir veglegt kaffikökuhlaðborðið í lokin þar sem við gátum notið útsýnisins og skoðað bátana (safnið liggur alveg uppvið skerjagarðinn og bátaumferðina til/frá Stokkhólmi).

Í dag byrjaði svo jólaundirbúningurinn. Hilmir sendur í klippingu til vingjarnlega Egyptans á rakarastofu hverfisins. Hann er þess vegna ekki lengur með lubbann sem sjá má á myndinni ;)
Posted by Picasa

1 Comments:

  • Áslaug fór einmitt með pabba sínum í Fiskasafnið um daginn og skemmti sér konunglega. Sérstaklega var víst gaman að skríða í gegnum fiskabúrið og sjá vatnsbyssufiskana.

    By Blogger Unknown, at 12:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home