Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 desember 2007

Lætur ekki gabba sig !

Hilmir hitti í dag þá bræður Skyrgám og Ketkrók á jólaballi sem við fórum á ásamt Eiríki vini hans ásamt fjölskyldu. Mikið gaman og mikið dansað og sungið. Þeir bakkabræður voru dáldið feimnir við þetta allt saman svona fyrst enda voru þeir að taka þátt í svona samkomu í fyrsta sinnið. En feimnin rann þó fljótlega af þeim og þeir tóku hjartanlega þátt í öllu saman. Og þá helst nátturulega þegar þeir sveinkar mættu á svæðið.
Þegar deila átti út góðgæti úr pokunum stillti Hilmir sér við hlið Ketkróks og beið spenntur. Fyrst dróg þó sveinki upp spegil til að sýna krökkunum hvað hann ætti nú fína mynd af sjálfum sér í ramma ! Hilmir vildi nú endilega sjá þessa umtöluðu jólasveinamynd svo honum var réttur spegilinn og spurt hvort hann sæji ekki sveinka.... Hilmir svaraði hátt og snjallt; "Nei.. HILMIR!"
Ekkert rugl sko ;)
Hann fékk svo að sjálfsögðu tannbursta og tannkrem úr poka sveinka enda var þetta jólaball á vegum tannlæknafélagsins !
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home