Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

02 nóvember 2007

Kynjahlutverkin, part one of.... ?

Þegar ég kom að sækja Hilmi í leikskólann í dag sat hann og var að dunda sér einhvað... íklæddur hvítum prinsessukjól með púffermum, tjullpilsi og alles. Þegar hann sá mig hljóp hann til mín og vildi fá að heyra hvað hann væri fíííínn. Sem hann jú aldeilis var og það fékk hann sko að heyra.
Fóstrurnar sögðu að hann hefði verið íklæddur þessum kjól meirihluta dagsins og fengist ógjarna úr honum. Og bleikum crocs líka til að setja punktinn yfir i-ið ;)

Býst við að þetta sé ákveðin process með "trial and error" á því hvað sé talið vera kyn-heppilegur klæðnaður/litir/hegðun og svo framvegis. Ingó man ennþá eftir fyrstu skólatöskunni sinni sem hann valdi alveg sjálfur. Hún var rauð og honum var strítt í skólanum allan veturinn.
Ég meina.... vissulega vill maður leyfa barninu sínu að velja það sem því þykir fínast án þess að festa skoðunina við ákveðin litaskala, en jafnframt verja fyrir aðkasti, augngotum og háði. Ætli við þurfum ekki að reyna að finna gyllta meðalvegin í því öllu saman.
Í nýjasta tölublaði "Vi föräldrar" las ég eftirfarandi sanna sögu:
Ung mamma kemur með litla barnið sitt í hverfisbúðina, barnið situr í vagninum sínum með bleika húfu á hausnum. Eldri frú kemur og fer að dáðst að barninu með orðunum "miiikið er þetta nú falleg stúlka". Unga mamman leiðréttir og segir að barnið sé reyndar drengur, þá hnussar í þeirri gömlu og hún segir "já en... afhverju er hann þá með BLEIKA húfu ?"
Mamman með þreytutón og einsog ekkert sé sjálfsagðara: "Afþví hann er HOMMI!"

1 Comments:

  • Ooohhh....leyfið honum að vera prinsessa! Prinsessustrákar eru sætastir. Minn litli vill bara vera kúl skateboardari í fótboltapeysum....og það er líka allt í lagi en þessum börnum er ýtt svo snemma inn í kynjahlutverk að það er um að gera að vera bara algerlega neutral!

    By Blogger Lóan, at 9:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home