Pakkadagurinn stóri
Hann var vakin með afmælissöng, afmæliskerti og afmælisköku í morgunmat... og að sjálfsögðu einum pakka.
Eins og hefð er fyrir má afmælisbarnið svo velja hvað fjölskyldan borðar í kvöldmat og ekki var það nú erfitt val fyrir afmælisguttann okkar; pizza var það heillin. Honum er alltaf jafn vel tekið á pizzastað hverfisins og þjónað eins og litlum prinsi. Ekki það að við förum þangað oft (!!) en hann er nú ekki beint týpan sem gleymist fljótt.
Eftir matinn var það svo ís og svo aðalpakkaopnunin úr sérsendingunni frá Íslandi. Við getum nú lesið fyrir hann alvöru norskan hræðsluáróður (Karíus og Baktus) og en meiri letibikkjuhræðsluáróður (Litla Rauða hænan). Allar nýju bækurnar voru að sjálfsögðu vígðar fyrir svefninn.
Á myndinni sést einbeitingin við opnunina. Það voru teknar nokkrar svona. Ingó kallaði á athygli og bros en ég var sú eina sem svaraði kallinu !
1 Comments:
hann er svoo fínn 3. ára prinsinn.
Ammaþverási
By
Nafnlaus, at 5:26 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home