Þriggja ára snillingur

Hilmir var kallaður til þriggja ára skoðunar á barnaheilsugæslunni hér í hverfinu. Mamman fékk að fara með... ofcourse ;)
Þar var athugað með skilning, minni, orðanotkun osfrv. Drengurinn gjörsamlega brillaði og kom bæði mér og BVC hjúkkunni á óvart með hversu vel hann svaraði og brást við beiðnum hennar.
Til að nefna dæmi bað hún hann að standa á einum fæti. Lagði svo til að kannski væri best að fá að styðja sig við mömmu sína til að hjálpa jafnvæginu. Haldiði ekki bara að hann hafi leyst málið; hann studdi báðum höndum í gólfið og lyfti barasta upp öðrum fætinum eins og beðið var um !
Hann átti heldur ekki í neinum erfiðleikum með að sparka til hennar bolta... með sitt hvorum fætinum samkvæmt beðni..
Svo áttu þau bara svona almennt spjall um hvað fóstrurnar á leikskólanum hétu og bestu vinirnir. Hún sýndi honum myndaspjöld og bað hann að benda sér á hvað væri hægt að borða, drekka úr og klæða sig í. Hann leysti allar þrautir með snilldarbrag... ofcourse.... enda laaaaangt á undan öðrum börnum ;)
P.s. myndin er af Einstein sem ungum dreng. Sjáiði ekki alveg svipinn !!?? *fliss*
2 Comments:
Til hamingju með litla STÓRA strákinn ykkar!
KNÚS frá Ameríku!
-Sandra, Genni og Helena :)
By
Nafnlaus, at 5:01 f.h.
Lilli snilli, auðvitað BRILLERAÐI hann! Gott þetta með að standa á öðrum fæti, úrræðagóður með afbrigðum !
Söknum ykkar, puss och kram!
Í+Ó+EÞ+AS
By
Nafnlaus, at 1:11 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home