Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

09 janúar 2009

Hversdagsduddur

Hversdagurinn orðin að veruleika eftir yndislega fjölskyldusamveru, ofát og letiliggjanir hátíðanna. Held að Hilmir sé því ósköp feginn að komast aftur í rútínuna á leikskólanum. Það var komið alveg feykinóg af fullorðinsathygli held ég að hans mati og honum vantaði hreinlega bara jafnaldra vini að leika við ;)
Hann allavega hoppar og skoppar, syngjandi, inná leikskóla á morgnana og harðneitar að koma heim strax þegar hann er sóttur í lok dags. Náði þó að gleðja hann allsvakalega fyrr í vikunni þegar ég sótti hann á sleðanum. Það er að segja... ég dróg hann heim á stýrissleðanum sem hann fékk í jólagjöf. Algjör hápúnktur fyrir hann og fínt workout fyrir mig að draga tæp 20 kíló á eftir mér alla leiðina heim.

Í öðrum fréttum þá erum við að nálgast snuddulokin. Hann talar meir og meir um það að láta jólasveininn fá duddurnar sínar og fá bíl í staðinn. Við höfum útskýrt fyrir honum að jólin séu nú búin og jólasveinarnir þar með farnir en að einhver þeirra muni taka það að sér að koma sérstaklega til hans í skjóli nætur og vinna verkið við skóinn. Hugmyndin er sko að hann láti sjálfur frá sér sogtútturnar í skóinn, fari að sofa án þeirra og vakni að morgni dags með flotta gjöf í skónum í staðinn.
Það er engin press á þetta af okkar hálfu enda eru duddurnar bara teknar fram við háttatímann. Hinsvegar erum við alveg handviss um að ef hann sjálfur fær að ráða ferðinni þá muni þetta allt fá lukkulegan endi. Svoleiðis hefur það verið með brjóstagjöfina, pelagjöfina og bleyjunotkunina. Og allt jafn sársaukalítið.
Framhald síðar.........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home