Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

01 janúar 2009

Áramótin 08/09

Gamlárskvöldinu var eytt í matardvala hér hjá okkur í Kista. Borðuðum hreindýrasteik með villisveppasósu, eigingrafin lax og súkkulaði í öllum stærðum og gerðum þartil allir sögðu stopp.
Reyndum að horfa á skaupið en sættum okkur svo bara við innlenda fréttaannálinn í staðinn. Á miðnætti höfðum við það svo notalegt hérna uppí sófa (sjá mynd) að engin tímdi að fara út í skítakuldann til að skjóta upp þessum örfáum raketum sem við höfðum viðað að okkur. Það var bara alveg nóg að draga frá stofuglugganum og njóta þess sem nágrannar okkar í nærliggjandi hverfum höfðu uppá að bjóða. Ágætis flugeldasýning sem við fengum með kampavíninu okkar meðan við skáluðum fyrir komandi ári.
Hilmir hafði fengið að gista hjá afa og ömmu og kom tilbaka úr þeirri lífsreynslu einsog nýr drengur. Meðan við foreldrarnir nutum þess að vera alein heima, sofa út, borða morgunmat með sitthvort blaðið aflestrar..... já þá uppgötvaði Hilmir einhvað sjálfstæði. Sjálfstæði hjá þriggja ára dreng túlkast sem óþekkt. Horn og hala óþekkt. Í þannig álögum var Hilmir semsagt á gamlárskvöld. Við vissum ekki hver hefði heltekið drengin en vonumst til að þetta hafi bara verið einhver fasi sem hann hafi nú náð að sofa á sér og komi ferskur og góður inn í nýja árið ;)
Á dagatalinu árið 2009 er meðal annars;
- Íslandsferð um páskana þegar Elísa fermist
- Mögulegt sumarfrí á Íslandi í ágúst, annars bara vinna fyrir graut sínum og njóta sænskt sumars svona for once
- Jól og áramót alein í Stokkhólmi ?
Posted by Picasa

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home