Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 apríl 2009

Bændur í Svíþjóð það erum við

Öngvar fréttir eru víst góðar fréttir ;)
Það er allavega blússandi sumar komið til Stokkhólms svo mikið er víst. Við fáum að njóta veðurblíðunnar extra vel þessa dagana þar sem við erum komin í samstarf við granna og leikskólaforeldra (yngsta dóttirin var á sömu deild og Hilmir) um "kólónílott" eða ræktunarblett sem þau leigja hérna í hverfinu. Markmiðið er að hjálpast að við að rækta blettinn, setja niður grænmeti og leyfa krökkunum að hjálpa til (lesist.. leika meðan fullorðna fólkið vinnur baki brotnu) ásamt því að eiga góða uppskeru síðsumars.

Í dag fórum við mömmurnar því ásamt yngsta fjölskyldumeðliminum þeirra (7 mánaða) og grófum upp moldina svo við getum sett niður kartöflur næsta föstudag. Hilmir og Ingó slógust í för síðasta klukkutímann og Hilmir fékk að setja á sig "moksturshanska", tína upp steina úr beðunum og sveifla skóflunni fagmannlega um.
Held að þetta verði alveg prýðileg reynsla fyrir hann. Man eftir því sjálf hvað það var hrikalega gaman að taka upp kartöflur með langafa og pabba. Moldinni snúið og svo var fjársjóðsleit og tínt í fötu. Og náttlega engu síðra að éta glænýjar kartöflur í hýðinu með smjörklípu vænri ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home