Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

09 maí 2009

Stækkandi strákur bestur er

Fékk að heyra mikið hrós frá leikskólafóstrunni hans Hilmis í gær. Hún sagði að það væri alveg eftirtektarvert hversu mikið hann hefði þroskast og stækkað andlega á undanförnum vikum, cirka síðan um páskana. Held það hafi gert honum gott að fá smá umhverfisbreytingu. Heyra aðra tala íslensku og umgangast bæði gamla og nýja vini, bæði af eldri og yngri gerðinni ;)
Hún sagði að núna væri hann voða duglegur að hlýða því sem hann væri beðin um af fóstrunum. Bíða stilltur eftir að kæmi að sér við matarborðið, úti við leiktækin og innivið þegar lesnar væru upp sögur og sungið. Bara einfaldlega komin smá ró í kroppinn á honum sem þær fóstrurnar hefðu tekið sérstaklega eftir og vildu koma á framfæri til mín.
Mér fannst ferlega gaman að heyra þetta því oft hefur þetta með hópsamkenndina verið pínu vandamálasvæði hjá honum. Hann á það til að hlaupa bara í burtu og fara að gera einhvað útaf fyrir sig (=prakkarast) ef það er ekki nógu mikill fókus á hann í hópnum. Skemmir jafnvel fyrir öðrum og lætur eftir öllum hugmyndum sem detta inní hausinn á honum.
Og alltaf á maður að trúa því að svona líði hjá.
Hver veit nema sé að koma að því núna... for now... í smástund... þartil að næsta tímabili kemur ;)

1 Comments:

  • Ferðu ekki að fara að verða rútíneruð Strákamamma - eða bara mamma....? :-)

    Svona eru þessar elskur bara. Dáldið upp og niður og út og suður - en yndislegar allan tímann.

    En uppeldið verður jú auðveldara með hverju árinu sem líður, í takt við aukinn þroska og skilning.

    Sú reynda þriggjabarna :-).

    By Blogger Halldóra, at 10:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home